Harvey Neville, sonur Phil Neville, hefur skrifað undir sinn fyrsta atvinnumannasamning í Bandaríkjunum.
Þetta var staðfest í gær en Harvey skrifar undir hjá Inter Miami og mun spila undir stjórn pabba síns.
Phil var ráðinn stjóri Inter Miami í fyrra en hann gerði það gott sem leikmaður hjá Manchester United og Everton.
Harvey hefur þótt standa sig vel með varaliði Inter Miami undanfarin tvö ár og var verðlaunaður með samningi til ársins 2024.
Harvey er 20 ára gamall fjölhæfur leikmaður sem var áður í akademíu Manchester United, Manchester City og Valencia.
Hann á að baki einn landsleik fyrir U19 landslið Írlands og þá einn aðalliðsleik fyrir Inter Miami.