Búist er við því að Dele Alli mæti til Istanbúl í Tyrklandi snemma í fyrra málið til að ganga frá skiptum til Besiktas. Sky Sports segir frá.
Alli kemur til Besiktas frá Everton, þar sem hann hefur ekki náð sér á strik.
Það er aðeins um hálft ár síðan Alli fór frá Tottenham til Everton, þar sem þessi 26 ára gamli leikmaður ætlaði að koma ferli sínum á flug. Það gekk hins vegar ekki.
Alli fer líklega til Besiktas á láni frá Everton. Það hefur þó ekki verið útilokað að hann skipti endanlega til tyrkneska félagsins.
Alli þótti á sínum tíma mikið efni en stóð aldrei undir væntingum.
Hann á að baki 37 A-landsleiki fyrir hönd Englands, þar sem hann hefur skorað þrjú mörk.