Eiður Smári Guðjohnsen þjálfari FH og sérfræðingur hjá Símanum um enska boltann fór yfir Jesse Marsch knattspyrnustjóra Leeds á vellinum um helgina.
Marsch bjargaði Leeds frá falli á síðustu leiktíð eftir að hafa tekið við af Marcelo Bielsa sem var dýrkaður og dáður af stuðningsmönnum Leeds.
Leeds hefur farið vel af stað á þessu tímabili og lék sér að Chelsea um liðna helgi.
„Auðvitað á hann virðingu skilið. Fyrir það fyrsta að halda þeim uppi. Fyrir að velja þá leikmenn sem hann telur henta sér og sínum leikstíl, sem hann virðist hafa valið virkilega vel,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen á Vellinum en Morgunblaðið greindi fyrst frá.
„Við vorum svo hrifnir af Bielsa, það var skemmtanagildi. Það fer þegar liðið hættir að vinna,“ sagði Eiður um forvera Marsch í starfi.