Malmö FF í Svíþjóð hefur staðfest það að Daníel Tristan Guðjohnsen hafi skrifað undir samning við félagið. Hann kemur frá Real Madrid.
Fyrir í Svíþjóð eru bræður hans Sveinn Andri sem leikur með Elfsborg og Andri Lucas hjá Norköpping en hann kom þangað frá Real Madrid fyrr í sumar.
„Það er gott að koma til semja við stærsta félagið í Svíþjóð. Ég veit að Malmö hefur gengið vel í Evrópu undanfarin ár og að stuðningsmennirnir eru frábærir. ÞAð var ekkert hik á mér að flytja frá Spáni þegar ég vissi af áhuga Malmö,“ segir Daníel
Hinn 16 ára gamli Daníel yfirgaf Real Madrid á dögunum.
Hann er sonur knattspyrnugoðsagnarinnar Eiðs Smára Guðjohnsen. Daníel var áður í yngri flokka starfi Barcelona, þar sem faðir hans lék, en færði sig yfir til Real Madrid fyrir fjórum árum síðan.