fbpx
Sunnudagur 09.mars 2025
Fréttir

„Fólk má ekki tapa gagnrýnni hugsun af því að það vill vera í einhverju liði“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 24. ágúst 2022 18:00

Ögmundur Jónasson. Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar. Ögmundur, sem lengi var eins konar andlit vinstri manna á Íslandi segir í þættinum að Vinstri Græn séu búin að týna ákveðnum gildum í samstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn.

„Pólitíkin er að hverfa úr pólitíkinni,“ segir Ögmundur í þættinum. „Ég hef verið að efna til funda fyrir áhugafólk um að endurverkja vinstri stefnuna og tala fyrir samfélagslega ábyrgri stefnu í stjórnmálunum. Ég upplifi að við séum komin á svipaðan stað núna og 1995, þegar Alþýðuflokkurinn var að koma úr samstarfi með Sjálfstæðisflokknum og var þá búin að gefa frá sér allt sem getur heitið vinstrimennska og allt félagslegt. Núna heitir Alþýðuflokkurinn VG. Núna eru Vinstri Grænir búnir að vera í þessu faðmlagi við Sjálfstæðisflokkinn í 4 ár og önnur fjögur að hefjast og maður spyr sig hvernig þetta geti eiginlega verið.“

Ögmundur segir að þetta samband flokkana valdi því að það séu í raun ekki tekist á um þau lykilatriði sem flokkarnir eru í grunninn ósammála um. „Það er eitthvað mikið að gagnvart kjósendum. Kjósendum er lofað annars vegar að markaðsvæða samfélagið eða samfélagsvæða samfélagið og það er hættulegt fyrir lýðræðið ef það er ekkert að marka þetta. Það að markaðsvæða samfélagið eða samfélagsvæða samfélagið eru gagnstæð sjónarmið og þessir flokkar verða að vera trúir sinni grunnsannfæringu,“ segir hann.

Í dag er Ögmundur ennþá harður vinstri maður, en hann segir að vinstrið í stjórnmálum hafi í mörgum tilvikum misst sjónar af hlutverki sínu.

„Það að það sé annars vegar til fólk sem býr til verðmæti til samfélagsins og hins vegar ríkisstarfsmenn og þeir sem njóta afrakstursins er bara rugl. Þeir sem starfa á sjúkrahúsum, í skólum, segja frá veðrinu og annað eru líka að búa til verðmæti. Það hvort að eigandi fyrirtækis sé hið opinbera eða einkaaðili breytir því ekki hvort verið sé að búa til verðmæti. Það að halda því fram að einkavæðing á öllu sé lausn allra vandamála er bara vitleysa.“

Þá segist Ögmundur ekki vera hrifinn af þeirri þróun að fólk skiptist í lið og afsali sér dómgreindinni af því að það þurfi að dyggðaskreyta sig fyrir þann hóp sem það tilheyrir. Hann nefnir sem dæmi umhverfismál, þar sem ekki megi lengur spyrja spurninga.

„Auðkýfingar heimsins safnast saman í Davos og leggja á ráðin um það hvernig þeir geta tekið yfir heiminn. Núna vilja þeir græða á grænu, þannig að það er ekki allt sem sýnist í þeim efnum. Það á að vera hægt að ræða alla hluti og þó að fólk sé vinstri sinnað og umhverfissinnað má það alveg vera gagnrýnið á hluti sem snúa að svokölluðum grænum iðnaði. Nú á það til dæmis að vera einhvers konar aflátsbréf að planta trjám ef maður fer í flug og þá á samviskan að vera góð. Svo spyr enginn gagnrýnna spurninga um hver á að planta þessum trjám, hvernig tré eru þetta og hver er að græða á þessu. Fólk má ekki tapa gagnrýnni hugsun af því að það vill vera í einhverju liði.“

Hægt er að nálgast viðtalið við Ögmund í heild sinni á solvitryggva.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Vilhjálmur gáttaður á launum Heiðu Bjargar – „Ekki í nokkrum takti við það sem annað launafólk hefur fengið í launahækkun á umræddu tímabili“

Vilhjálmur gáttaður á launum Heiðu Bjargar – „Ekki í nokkrum takti við það sem annað launafólk hefur fengið í launahækkun á umræddu tímabili“
Fréttir
Í gær

Rubio og Musk hnakkrifust í Hvíta húsinu – Trump reynir að breiða yfir deilurnar

Rubio og Musk hnakkrifust í Hvíta húsinu – Trump reynir að breiða yfir deilurnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hádegisfundur um spilafíkn og spilakassarekstur Háskóla Íslands

Hádegisfundur um spilafíkn og spilakassarekstur Háskóla Íslands
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur varar við: Heilt byggðarlag þurrkaðist út á einni nóttu – „Öflugir stormar munu verða tíðari“

Guðmundur varar við: Heilt byggðarlag þurrkaðist út á einni nóttu – „Öflugir stormar munu verða tíðari“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bílskýlismálið hafi valdið Helgu og Theodór miklu hugarangri – Segja Reykjavíkurborg ganga fram af mikilli hörku

Bílskýlismálið hafi valdið Helgu og Theodór miklu hugarangri – Segja Reykjavíkurborg ganga fram af mikilli hörku
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjórir menn fyrir dóm vegna hættulegra árása við Extra í Reykjanesbæ og Holtaskóla

Fjórir menn fyrir dóm vegna hættulegra árása við Extra í Reykjanesbæ og Holtaskóla