fbpx
Sunnudagur 02.febrúar 2025
Fréttir

Skokkari lúbarði vegfaranda á Seltjarnarnesi – „Hann reyndi að drepa mig“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 24. ágúst 2022 12:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta var rosalega óhugnalegt,“ segir sjónarvottur að harkalegum slagsmálum sem áttu sér stað við Suðurströnd á Seltjarnarnesi um fimmleytið í gær. Mbl.is greindi frá því að sjúkrabíll hafi verið sendur á Seltjarnarnes vegna slagsmálanna. Þá birti Fréttablaðið myndband af slagsmálunum í gær og sagði að samkvæmt heimildum blaðsins hafi mennirnir tveir átt í slagsmálum þar til tveir aðrir menn stigu inn í leikinn og reyndu að stía þeim í sundur.

Sjónarvottur að slagsmálunum sem ræddi við DV segir þó að atburðarásin hafi verið allt önnur og að þau hafi fyllt nærstadda óhug. Að sögn viðkomandi hljóp skokkari fram hjá manni sem beið í strætóskýli en sneri svo við og jós skömmum yfir þann sem beið í skýlinu.

„Skokkarinn sakaði hinn um að hafa reynt að fella sig á hlaupunum. Svo ræðst hann á manninn og lúber hann,“ segir sjónarvotturinn í samtali við DV. Meðal annars hafi skokkarinn sparkað í höfuð mannsins þegar hann lá óvígur á jörðinni. „Það var hræðilegt að horfa upp á þetta. Það var fullt af fólki að sækja börnin sín á leikskóla hinum megin við götuna og nokkrir pabbar hlupu til og náðu að skakka leikinn.“

Þá segir sjónarvotturinn að sá sem fyrir árásinni hafi verið alblóðugur en þá hafi skokkarinn reynt að útskýra mál sitt. Samkvæmt sjónarvottinum á skokkarinn að hafa kallað: „Hann reyndi að drepa mig!“

Lögregla og sjúkrabíll komu síðan á vettvang en sjónarvotturinn yfirgaf svæðið áður en fyrir lá hvort að árásarmennirnir hefðu verið handteknir.

DV hafði samband við Rafn Hilmar Guðmundsson, aðalvarðstjóra hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, vegna málsins en Rafn vildi ekki gefa frekari upplýsingar. „Ég get ekki tjáð mig um þetta af því þetta er einstakt mál,“ sagði Rafn.

Sjónarvotturinn náði myndbandi af slagsmálunum sem sjá má hér fyrir neðan:

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósleiðari rofnað í tvígang í Húnavatnssýslum á skömmum tíma – Þungar áhyggjur

Ljósleiðari rofnað í tvígang í Húnavatnssýslum á skömmum tíma – Þungar áhyggjur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kynferðisbrotamaður sleppur með skilorð eftir að móðir og stjúpfaðir brotaþola létu hendur skipta

Kynferðisbrotamaður sleppur með skilorð eftir að móðir og stjúpfaðir brotaþola létu hendur skipta
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að Inga Sæland þurfi að passa sig: „Derringur er sjaldnast af hinu góða“

Segir að Inga Sæland þurfi að passa sig: „Derringur er sjaldnast af hinu góða“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ætla ekki að gera úrbætur á hættulegu hringtorgi þar sem keyrt var á átta ára dreng

Ætla ekki að gera úrbætur á hættulegu hringtorgi þar sem keyrt var á átta ára dreng
Hide picture