fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
433Sport

Bailly loks á förum frá Manchester United

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 24. ágúst 2022 11:06

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eric Bailly, miðvörður Manchester United, er að ganga í raðir Marseille í Frakklandi. Fabrizio Romano og fleiri segja frá.

Hinn 28 ára gamli Bailly hefur verið á mála hjá United síðan 2016. Hann er hins vegar ekki inni í myndinni hjá Erik ten Hag, stjóra liðsins.

Fílbeinstrendingurinn mun ganga í raðir Marseille á láni fyrst um sinn. Franska félagið þarf svo að kaupa hann á tíu milljónir punda, nái það sæti í Meistaradeild Evrópu fyrir næstu leiktíð.

Sem stendur er Bailly að gangast undir læknisskoðun hjá Marseille. Hann verður svo staðfestur sem nýr leikmaður félagsins.

Bailly lék aðeins fjóra leiki í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og tólf leiktíðina þar áður. Hann fær vantænlega mun stærra hlutverk hjá Marseille.

Miðvörðurinn á að baki 46 landsleiki fyrir hönd Fílabeinsstrandarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Williams dreymir um að spila á Old Trafford: ,,Allir ungir leikmenn vilja spila þar“

Williams dreymir um að spila á Old Trafford: ,,Allir ungir leikmenn vilja spila þar“
433Sport
Í gær

England: Liverpool einum sigri frá titlinum

England: Liverpool einum sigri frá titlinum
433Sport
Í gær

Þrír óvæntir á óskalistanum fyrir sumarið – Einn að falla úr úrvalsdeildinni

Þrír óvæntir á óskalistanum fyrir sumarið – Einn að falla úr úrvalsdeildinni
433Sport
Í gær

Stefán Gísli keyptur til Vals

Stefán Gísli keyptur til Vals