fbpx
Sunnudagur 02.febrúar 2025
Fréttir

Íslendingur handtekinn í Svíþjóð grunaður um hrottalegt ofbeldi og frelsissviptingu

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 24. ágúst 2022 11:04

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenskur maður var handtekinn á laugardaginn í  hverfinu Skärholmen í Stokkhólmi, en hann er grunaður um að hafa frelsissvipt konu í þrjá daga, nauðgað henni og beitt hana grófu ofbeldi. Fyrst var greint frá málinu í sænska miðlinum Expressen.

Þar er haft eftir heimildum að það hafi verið vegfarandi sem gerði lögreglu viðvart en hann hafði samband við lögreglu eftir að hann sá konuna blóðuga á svölum fjölbýlishúss í Skärholmen. Lögregla mætti á svæðið og ruddist inn í íbúðina. Maðurinn reyndi þá að komast undan í gegnum glugga en var handtekinn af lögreglu.

Maðurinn er sakaður um að hafa beitt konuna grófu ógeðfelldu ofbeldi, meðal annars á hann að hafa brennt hana með sígarettum, traðkað á hálsi hennar og nauðgað á þessum þremur dögum sem hann frelsissvipti hana.

RÚV greindi frá málinu í morgun en samkvæmt heimildum þeirra ólst maðurinn upp í Svíþjóð þrátt fyrir að vera með íslenskan ríkisborgararétt. Hann hafi tvisvar áður setið inni í Svíþjóð fyrir nauðgun og lauk um fjögurra ára afplánun fangelsisdóm á síðasta ári.

Árið 2009 hafi maðurinn verið dæmdur fyrir ítrekað og gróft kynferðisofbeldi gegn þáverandi sambýliskonu í Svíþjóð. Hann hafi reynt að halda því fram í vörn sinni að um gróft kynlíf hafi verið að ræða með samþykki, en dómari tók þá skýringu ekki gilda.

Árið 2017 var hann aftur sakfelldur fyrir ofbeldi – þá fyrir að beita konu sína ítrekuðu heimilisofbeldi, meðal annars a meðan hún var barnshafandi, einnig á meðan hún var með barnið á brjósti og svo á meðan hún var að veita honum munngælur. Hafi maðurinn hótað því að barnið yrði fyrir ofbeldi ef konan kæmi ekki í veg fyrir grát þess, en hann hafi einnig ítrekað hótað henni ofbeldi fyrir minnstu sakir.

Samkvæmt frétt RÚV getur ríkislögreglustjóri ekki veitt upplýsingar um hvort aðstoðarbeiðni hafi borist frá sænskum lögregluyfirvöldum vegna málsins og borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hafi ekki fengið formlega beiðni um aðstoð vegna málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Borgaði 5.720 krónur fyrir miðborgarbakkelsi sem smakkaðist ekki sem nýtt – Klassíski blái gúmmíhanskinn gerði útslagið

Borgaði 5.720 krónur fyrir miðborgarbakkelsi sem smakkaðist ekki sem nýtt – Klassíski blái gúmmíhanskinn gerði útslagið
Fréttir
Í gær

Hætta á snjóflóðum á suðvestanverðum Vestfjörðum – Hugsanlega rýmt

Hætta á snjóflóðum á suðvestanverðum Vestfjörðum – Hugsanlega rýmt
Fréttir
Í gær

Reyndi að koma sér undan því að gera að fullu upp við fyrrverandi eiginkonu sína

Reyndi að koma sér undan því að gera að fullu upp við fyrrverandi eiginkonu sína
Fréttir
Í gær

Hryllingur á göngustíg – Sigmar nauðgaði stúlku sem féll í yfirlið

Hryllingur á göngustíg – Sigmar nauðgaði stúlku sem féll í yfirlið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristinn Rúnar fékk loksins greiningu eftir sjö ára þrautagöngu – „Líkaminn var bókstaflega að öskra á hjálp“

Kristinn Rúnar fékk loksins greiningu eftir sjö ára þrautagöngu – „Líkaminn var bókstaflega að öskra á hjálp“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósleiðari rofnað í tvígang í Húnavatnssýslum á skömmum tíma – Þungar áhyggjur

Ljósleiðari rofnað í tvígang í Húnavatnssýslum á skömmum tíma – Þungar áhyggjur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Raskanir á flugi Icelandair vegna veðurs – 30 ferðum frá landinu aflýst

Raskanir á flugi Icelandair vegna veðurs – 30 ferðum frá landinu aflýst
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að Inga Sæland þurfi að passa sig: „Derringur er sjaldnast af hinu góða“

Segir að Inga Sæland þurfi að passa sig: „Derringur er sjaldnast af hinu góða“