Tommy, sem verður sextugur í október, skrifaði með myndinni: „Oooopppsss“. Hann eyddi myndinni stuttu seinna en skaðinn var þegar skeður, skjáskot fóru í dreifingu og netverjar höfðu margt og mikið um málið að segja.
Sjá einnig: Netverjar slegnir yfir typpamynd Tommy Lee
Mötley Crüe trommarinn ræddi um typpamyndina á tónleikum í vikunni. Hann sagðist hafa birt myndina þegar hann var „á fokking fylleríi.“
„Fyrir nokkrum vikum síðan var tveggja vikna pása frá tónleikaferðalaginu og ég fór á fokking fyllerí maður,“ sagði hann á sviði í San Antonio, Texas, á mánudagskvöld.
„Ég varð blindfullur, eins og venjulega, og klæddi mig úr öllu og birti mynd af typpinu mínu […] Ég er venjulega brjóstamaður en í kvöld vil ég sá typpi,“ sagði hann og bað tónleikagesti um að sýna sér typpin sín.
— T🥁mmy L33 (@MrTommyLand) August 22, 2022
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem getnaðarlimur Tommy Lee vekur athygli. Kynlífsmyndbandi hans og þáverandi eiginkonu hans, Pamelu Anderson, var lekið árið 1995 eftir að rokkarinn neitaði að borga rafvirkja fyrir störf sín á heimili þeirra. Sagan var leikin eftir í Hulu þáttunum „Pam & Tommy.“