Berglind Björg Þorvaldsdóttir er gengin í raðir franska stórveldisins Paris Saint-Germain. Hún kemur frá Brann, sem staðfestir félagaskiptin á heimasíðu sinni.
Norska félagið kveðst ekki hafa getað hafnað tilboði í Berglindi, er það kom frá PSG. Landsliðsframherjinn hafði verið á mála hjá norska félaginu síðan í janúar.
Berglind Björg hefur áður leikið í Frakklandi, með Le Havre. Hún hefur einnig spilað með Hammarby, AC Milan, PSV og Verona í atvinnumennsku.
PSG hafnaði í öðru sæti frönsku deildarinnar í fyrra, eftir að hafa orðið meistari árið á undan.