Manchester United er að undirbúa tilboð fyrir Memphis Depay leikmann Barcelona ef marka má fréttir dagsins. Frá þessu segir Marca.
Depay má fara frítt frá Barcelona en þessi 28 ára framherji lék með United frá 2015 til 2017.
Depay var keyptur til United á 31 milljón punda en fann sig ekki undir stjórn Louis van Gaal.
Hann hefur síðan þá leikið fyrir Lyon og Barcelona en nú gæti hann snúið aftur til United sem vantar sóknarmenn.
Juventus hefur einnig verið í viðræðum við Depay en ekki hefur tekist að ná samkomulagi um kaup og kjör.