fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
EyjanFastir pennar

Hjálpum Ara!

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 27. ágúst 2022 12:00

Pútín og Trump á göngu fyrir nokkrum árum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir eru tilfinningaríkir og hafa sterkar skoðanir á mönnum og málefnum. Þetta kemur berlega í ljós þegar maður starfar við að skrifa fréttir. Þær fara misjafnlega í fólk, sumar vel og aðrar illa, og ekkert óeðlilegt við það. Hlutverk þess er þetta ritar er aðallega að skrifa fréttir um erlend málefni. Eins og gefur að skilja þá fer mikið fyrir fréttum um stríðið í Úkraínu þessa dagana og fyrir ekki svo löngu voru það fréttir af Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta, og embættisverkum hans og ýmsum því er hann sagði og gerði sem voru fyrirferðarmiklar.

Eftir að Trump tók við embætti fóru fleiri að senda tölvupóst þegar þeim fannst hallað á „sinn mann“ sem Trump var og er væntanlega enn. Þetta voru tölvupóstar þar sem því var mótmælt sem fram kom í greinum um hann og það sagt vera rangt (auðvitað án þess að nokkur rök eða sannanir væru færðar fyrir því, það er jú þannig sem átrúnaðargoðið Trump ryðst áfram og því kannski ekki óeðlilegt að aðdáendur hans noti sömu aðferð). Sumir sendu tölvupósta ítrekað og vísuðu einna helst í þann heilaga sannleika sem þeir töldu hafa komið fram á Útvarpi Sögu um Trump.

Enn aðrir fundu hjá sér þörf til að láta fúkyrði og uppnefni fjúka í póstum sínum og enn aðrir hótuðu að grípa til líkamsmeiðinga og jafnvel grófara ofbeldis.

Nú svo lét Trump af embætti og færri fréttir voru birtar um hann.

Heimsfaraldur kórónuveirunnar lagðist á heimsbyggðina á meðan Trump sat í Hvíta húsinu og var að vonum áberandi í fréttum samhliða fréttum af Trump og misgáfulegum orðum hans og gjörðum.

Þá tóku við tölvupóstar frá fólki sem trúði ekki, og trúir kannski ekki enn, á tilvist kórónuveirunnar. Síðan komu andstæðingar bóluefna og bólusetninga fram á sjónarsviðið og reyndu að halda sínum sjónarmiðum og samsæriskenningum á lofti í skeytasendingum og auðvitað kom svo einn og einn svívirðinga- og hótanapóstur inn á milli.

Í febrúar síðastliðnum ákvað Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, síðan að láta her sinn ráðast inn í Úkraínu. Stríðið þar varð strax mál málanna og hefur eiginlega verið það síðan. Greinarhöfundur hefur skrifað ótal greinar um stríðið og eitt og annað tengt því.

Pútín virðist eiga sér færri stuðningsmenn hér á landi en Trump, að minnsta kosti ef miða má við fjölda tölvupósta sem hafa borist vegna fréttaflutnings af stríðinu. En það eru þó greinilega til Íslendingar sem styðja Pútín og þeir hafa sumir látið í sér heyra öðru hvoru. Einn þeirra lætur þó heyra í sér reglulega og sendir tölvupóst í hvert sinn sem honum finnst hallað á sinn mann, Vladímír Pútín. Oftast nær er innihaldið skítkast í garð greinarhöfundar og efnistaka hans en einnig koma inn á milli póstar þar sem líkamsmeiðingum og jafnvel grófari hlutum er hótað.

Nú játar greinarhöfundur það fúslega að þessi póstar halda ekki fyrir honum vöku, fá hann ekki til að líta um öxl þegar hann er úti við og trufla hann ekki mikið. Nema hvaðað greinarhöfundur hefur áhyggjur af að á Íslandi sé til fólk sem styður einræðisherra á borð við Pútín (og forseta á borð við Donald Trump sem vilja lýðræðið feigt). Það vekur upp spurningar um hvað veldur? Getur verið að viðkomandi dáist svona mikið að ljótu orðfæri, ofbeldi og morðum? Eða er málið kannski að viðkomandi treysta sér ekki til að búa í lýðræðissamfélagi þar sem þeim er frjálst að hugsa og tjá sig? Er það þeim ofviða? Vilja þeir búa í ríki á borð við Rússland þar sem einræðisherra er við völd og fólki er ekki heimilt að tjá sig eins og það vill eða hafa skoðanir sem valdhöfum þóknast ekki? Telja þeir það ávísun á einfaldara líf? Eða telja viðkomandi kannski að þeir myndu vera í „náðinni“ hjá valdhöfum og teljast til forréttindahópanna? Er það frjáls hugsun sem hræðir þetta fólk?

Á móti þessu kemur síðan að auðvitað er fólki heimilt að hafa sínar skoðanir hér á landi og dást að ómennum eins og Pútín og óvini lýðræðisins á borð við Trump.

Annað sem truflar undirritaðan er hversu margir finna sig knúna til að setja fram hótanir í póstum sínum og eiga erfitt með að sýna kurteisi og gæta að orðavali sínu. Orsakirnar fyrir þessu er eflaust erfitt að finna. Kannski gerðist eitthvað í æsku sem hafði þessi áhrif á viðkomandi. Kannski var uppeldið ekki betra en þetta, nú eða eitthvað allt annað.

En víkur þá að Ara, sem er getið í fyrirsögninni, sem þarfnast hjálpar. Það er maðurinn sem sendir reglulega tölvupósta þegar honum finnst halla á átrúnaðargoð sitt Pútín. Nú má Ari alveg halda áfram að senda tölvupósta til undirritaðs ef honum líður betur við það. Þeir fara hvort sem er beint í ruslhólfið sem er aðeins kíkt í öðru hvoru og fæst lesið.

En ef þú lesandi góður þekkir Ara Óskarsson sem er með netfangið hla@simnet.is þá er kannski ráð að taka utan um hann, sýna honum ást og umhyggju og bjóða honum aðstoð. Tölvupóstar hans bera með sér að hann virðist þarfnast aðstoðar.

Ari er ekki einn um þetta, hans er bara getið hér sem fulltrúa annarra, sem senda álíka tölvupósta til fólks hér og þar (ekki bara til fjölmiðlafólks) og virðast þarfnast hjálpar. Þessir póstar geta verið ákall um hjálp. Hjálpum þeim!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Meirihluti fyrir málamiðlun um þjóðaratkvæði

Þorsteinn Pálsson skrifar: Meirihluti fyrir málamiðlun um þjóðaratkvæði
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Ástæða til bjartsýni á framtíðina

Björn Jón skrifar: Ástæða til bjartsýni á framtíðina
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Einmanaleiki drykkjunnar

Óttar Guðmundsson skrifar: Einmanaleiki drykkjunnar
EyjanFastir pennar
14.11.2024

Ágúst Borgþór skrifar: Þórður Snær myndi slaufa Þórði Snæ

Ágúst Borgþór skrifar: Þórður Snær myndi slaufa Þórði Snæ
EyjanFastir pennar
14.11.2024

Þorsteinn Pálsson skrifar: Satt eða logið

Þorsteinn Pálsson skrifar: Satt eða logið
EyjanFastir pennar
07.11.2024

Þorsteinn Pálsson skrifar: Eldhúsborðin og umheimurinn

Þorsteinn Pálsson skrifar: Eldhúsborðin og umheimurinn
EyjanFastir pennar
02.11.2024

Óttar Guðmundsson skrifar: Móðgaða þjóðin

Óttar Guðmundsson skrifar: Móðgaða þjóðin