fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Læknar vara við „tómatainflúensu“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 24. ágúst 2022 07:05

Blöðrur fylgja tómatainflúensunni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýr sjúkdómur byrjaði að breiðast út í Kerala á Indlandi í maí og hefur nú náð til tveggja annarra ríkja. Þetta er svokölluð „tómatainflúensa“ og vara læknar nú við henni og útbreiðslu hennar.

„Tómatainflúensan“ veldur hita, höfuðverk, þreytu, uppköstum og niðurgangi. Að auki fylgja henni rauðar blöðrur sem valda töluverðum sársauka. Þær breiðast út um allan líkamann og geta í verstu tilfellum verið á stærð við tómata. Þannig er nafnið á sjúkdómnum tilkomið.

Samkvæmt því sem kemur fram í grein í Lancet Respiratory Medicine þá höfðu 82 börn, yngri en 5 ára, greinst með sjúkdóminn í Kerala þann 26. júlí.

Vísindamenn eru enn að afla sér meiri upplýsinga um veiruna. Börn eru sérstaklega viðkvæm fyrir henni því hún smitast við snertingu, til dæmis með bleium, við það að snerta óhreina fleti eða þegar einhverju er stungið í munninn.

Í greininni í Lancet kemur fram að þessi sjaldgæfa vírussýking hafi ekki borist út fyrir Indland og sé ekki talin lífshættuleg. En vegna reynslu heimsbyggðarinnar af COVID-19 sé nauðsynlegt að vera á varðbergi til að koma í veg fyrir að veiran breiðist frekar út.

Læknar segja að erfitt sé að greina „tómatainflúensuna“ því sjúkdómseinkennin minni mjög á COVID-19, beinbrunasótt og chikungunya veiruna. Tveir síðarnefndu sjúkdómarnir eru algengir á Indlandi á regntímanum en mýflugur bera þær veirur í fólk.

Læknar telja að „tómatainflúensan“ sé ekki lífshættuleg en vegna þess hversu smitandi hún er verða sýktir einstaklingar að vera í einangrun í um fimm daga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts
Pressan
Fyrir 6 dögum

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort
Pressan
Fyrir 6 dögum

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin