Alexandra Jóhannsdóttir er gengin í raðir ítalska stórveldisins Fiorentina. Hún skrifar undir tveggja ára samning.
Landsliðskonan yfirgaf Frankfurt fyrr í sumar. Hún lék með Breiðabliki á láni fyrri hluta leiktíðarinna hér heima.
„Ég valdi Fiorentina því ítalska deildin er að verða betri. Það eru fleiri góðir leikmenn að koma og liðin eru að verða betri. Maður sér það í Meistaradeildinni,“ segir Alexandra við heimasíðu Fiorentina eftir undirskrift.
„Mér líkar áskoranir og ég held að þetta verði góð áskorun.“
Hin 22 ára gamla Alexandra er alin upp í Haukum. Hún lék einnig með Breiðabliki á Íslandi, áður en hún gekk í raðir Frankfurt.
Fiorentina hefur einu sinni orðið ítalskur meistari en liðið hafnaði í sjöunda sæti deildarinnar í fyrra.
Nýtt tímabil á Ítalíu hefst undir lok mánaðar.
🤝🇮🇸⚜️#ForzaViola 💜 #Fiorentina pic.twitter.com/hxWzzCWfd4
— ACF Fiorentina Femminile (@ACF_Womens) August 23, 2022