West Ham hefur staðfest að Dagný Brynjarsdóttir verði fyrirliði liðsins á komandi leiktíð í ensku Ofurdeildinni.
Dagný hefur verið á mála hjá West Ham síðan 2021 og er fastamaður á miðjunni hjá liðinu.
West Ham hafnaði í sjötta sæti deildarinnar á síðustu leiktíð. Næsta leiktíð hefst í næsta mánuði. West Ham á útileilk gegn Chelsea þann 11. september.
Dagný á að baki 105 leiki fyrir íslenska A-landsliðið. Hún hefur skorað 35 mörk í þeim.
We are delighted to announce that Dagný Brynjarsdóttir has been appointed captain for the 2022/23 season!
➡️ https://t.co/z5cyjsSxF9 pic.twitter.com/SHkfUwXwAj
— West Ham United Women (@westhamwomen) August 23, 2022