fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
433Sport

Stórleikurinn í beinni og opinni á Hringbraut

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 23. ágúst 2022 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Toppslagur Lengjudeildarinnar í knattspyrnu og stærsti leikur 18. umferðar deildarinnar fer fram í Kórnum í kvöld þegar HK tekur á móti Fylki.

Leikurinn verður í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Hringbraut og hefst klukkan 19:15. Fylkismenn eru með tveggja stiga forskot á toppnum. HK er í 2. sæti en gæti með sigri hirt toppsætið.

Fylkismenn eru á fljúgandi siglingu í deildinni og geta með sigri komist langt með að tryggja sæti sitt í efstu deild að ári. Liðið hefur unnið átta leiki í röð í Lengjudeildinni. HK-ingar mæta hins vegar til leiks með tap á bakinu úr síðustu umferð en liðið tapaði á móti Þórsurum á Akureyri. Þá tapaði liðið einnig gegn grönnum sínum í Breiðablik þegar liðin mættust í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins á dögunum.

Farið verður yfir allt það helsta úr 18. umferðinni í markaþætti Lengjudeildarinnar á Hringbraut annað kvöld.

Aðrir leikir kvöldsins í Lengjudeild karla
Selfoss – Kórdrengir
KV – Grindavík
Vestri – Fjölnir
Afturelding – Þróttur V.
Grótta – Þór

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Williams dreymir um að spila á Old Trafford: ,,Allir ungir leikmenn vilja spila þar“

Williams dreymir um að spila á Old Trafford: ,,Allir ungir leikmenn vilja spila þar“
433Sport
Í gær

England: Liverpool einum sigri frá titlinum

England: Liverpool einum sigri frá titlinum
433Sport
Í gær

Þrír óvæntir á óskalistanum fyrir sumarið – Einn að falla úr úrvalsdeildinni

Þrír óvæntir á óskalistanum fyrir sumarið – Einn að falla úr úrvalsdeildinni
433Sport
Í gær

Stefán Gísli keyptur til Vals

Stefán Gísli keyptur til Vals