fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Fréttir

Gunnar Smári: „Þetta er galin niðurstaða þess að hin ríku hafa náð öllum völdum á Íslandi“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 23. ágúst 2022 12:07

Gunnar Smári Egilsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Í fyrra greiddi Brim 744 m.kr. í veiðigjöld fyrir afnot af auðlindinni. Það er lægri upphæð en Guðmundur greiddi sjálfum sér í fjármagnstekjur,“ segir Gunnar Smári Egilsson, félagi í Sósíalistaflokknum, í nýjum pistli á Vísir.is sem ber heitið „Guðmundur í Brim borgar hlutfallslega minna í skatt en fólk með meðaltekjur.“

Þar vekur Gunnar Smári athygli á því að Guðmundur Kristjánsson í Brim hafi verið með ríflega 76 milljónir í mánaðartekjur þegar launatekjur og fjármagnstekjur, samkvæmt samantekt Stundarinnar, eru lagðar saman. Þetta séu álíka laun og 207 verkamenn á lágmarkslaunum fá.

„Af þessu tekjum borgaði Guðmundur 5,7 m.kr. í útsvar til Seltjarnarness, 11,4 m.kr. í tekjuskatt og 191,5 m.kr. í fjármagnstekjuskatt. 22,83% af tekjum Guðmundar fór í skatt.

Hinir ríku borga minna

Í fyrra voru meðallaun á Íslandi 635 þús. kr. á mánuði. Af þeim borgaði fólk 158 þús. kr. í útsvar og tekjuskatt eða 24,93% af tekjum sínum,“ segir Gunnar Smári og heldur áfram:

„Guðmundur borgaði því lægra hlutfall af ofurtekjum sínum í skatt en meðal-launamaðurinn. Skattkerfið jafnar ekki út tekjur fólks heldur ýkir tekjumuninn. Hin ríku og tekjumiklu borga hlutfallslega minna en meðalmaðurinn.“

Hann segir að tekjur Guðmundar í fyrra jafngildi tekjum 120 manns á meðaltekjum. „Ef tekjur Guðmundar hefðu dreifst á 120 manns hefðu þeir borgað samanlagt hærri skatt en Guðmundur gerði. Og Seltjarnarnesbær hefði fengið 125.2 m.kr. í útsvar, ekki bara 5,7 m.kr. þar sem stærsti hluti tekna Guðmundar eru fjármagnstekjur sem bera ekki útsvar.

Þetta er auðvitað galið. Þetta er galin niðurstaða þess að hin ríku hafa náð öllum völdum á Íslandi. Þau hafa snúið upp á skattkerfið svo það þjónar þeim einum,“ segir Gunnar Smári.

Og borga minna en á hinum Norðurlöndunum

Þá ber hann skattkerfið hér á landi saman við kerfin á öðrum Norðurlöndum og kemst að þeirri niðurstöðu að Guðmundur borgi 178 milljónum króna minna í skatt á Íslandi en ef hann byggi í Danmörku, 382 milljónum króna minna en ef hann byggi í Noregi og 499 milljónum króna minna en ef hann byggi í Svíþjóð.

„Það er áhugavert við þennan norræna samanburð að Danmörk er með hæsta fjármagnstekjuskatt á Norðurlöndum þar sem þar er enginn auðlegðarskattur. Ísland er hins vegar með lægsta fjármagnstekjuskattinn en samt engan auðlegðarskatt. Við erum nýfrjálshyggjuslömm. Hér grotna niður innviðir og grunnkerfi samfélagsins vegna þess að stjórnvöld innheimta ekki skatta af hinum ríku. Þau styðja hin ríku, ekki samfélagið,“ segir Gunnar Smári.

Gunnar Smári tekur fram að dæmið af Guðmundi eigi allt eins við um aðra af tekjuhæstu Íslendingunum.

„Ofurtekjur sínar byggir Guðmundur á aðgengi að auðlindum sjávar, sem í orði kveðnu eru eign íslensku þjóðarinnar,“ segir Gunnar Smári.

Greinina í heild sinni má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Kristinn gagnrýnir hvernig talað er um Palestínumenn – „Smekklegt“

Kristinn gagnrýnir hvernig talað er um Palestínumenn – „Smekklegt“
Fréttir
Í gær

Bryggjan brugghús komið á sölu

Bryggjan brugghús komið á sölu
Fréttir
Í gær

Sakaður um vanrækslu á syni sínum – Drengurinn vissi ekki eigin aldur

Sakaður um vanrækslu á syni sínum – Drengurinn vissi ekki eigin aldur