Það er óhætt að fullyrða að Gary Neville og Jamie Carragher, goðsagnir Manchester United og Liverpool, hafi verið mis hressar eftir 2-1 sigur fyrrnefnda liðsins í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í gær.
Jadon Sancho kom United yfir á 16. mínútu leiksins eftir vandræðagang James Milner og Virgil van Dijk í vörn Liverpool. Staðan í hálfleik var 1-0.
Marcus Rashford tvöfaldaði forskot heimamanna á 53. mínútu. Útlitið orðið afar gott fyrir Rauðu djöflanna. Mohamed Salah minnkaði muninn fyrir Liverpool þegar um tíu mínútur lifðu venjulegs leiktíma. Nær komust gestirnir þó ekki.
Neville og Carragher voru í beinni útsendingu Sky Sports frá leiknum. Þar mátti sjá ansi mismunandi viðbrögð þeirra við mörkum United.
Myndband af þessu má sjá hér að neðan.
🔉 🤣 Gary Neville's reactions to Manchester United's goals against Liverpool last night
That 𝘚𝘊𝘙𝘌𝘈𝘔… @Gnev2 pic.twitter.com/k4efFcPr2i
— Football Daily (@footballdaily) August 23, 2022