fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Fréttir

Play bætir við áfangastað í Bandaríkjunum

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 23. ágúst 2022 10:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flugfélagið Play mun á næsta ári hefja flug til Dulles flugvallar í Washingtonborg. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flugfélaginu.

Fyrir flýgur félagið til Boston, New York og Baltimore/Washington International flugvallar, sem bæði þjónustar Baltimore og Washingtonborg. Dulles er þó umtalsvert nær og býður upp á töluvert fleiri tengimöguleika til annarra áfangastaða í Bandaríkjunum, Mið- og Suður Ameríku.

Miðasala til Dulles er þegar farin í gang en fyrst flugið þangað verður 26. apríl 2023. Flogið verður alla daga vikunnar.

Í tilkynningunni segir að þessi viðbót komi til vegna mikillar eftirspurnar, sérstaklega meðal tengifarþega. Því var ákveðið að styrkja stöðu Play á svæðinu.

Í samtali við DV segir Birgir Jónsson flugfélagið vissulega vera að horfa á tengifarþega, en leggurinn hafi líka lagst vel í Íslendinga. „Við erum fyrst og fremst að horfa á tengifarþeganna en Íslend­ing­ar hafa tekið vel í þetta svæði. Þetta er al­veg frá­bær borg, frá­bær mat­ar­menn­ing og menn­ing al­mennt. Á sumr­in er svo frá­bært veður þarna. Við erum því mjög bjartsýn á framhald Play í Washington D.C.“

Nadine Guðrún Yaghi, samskiptastjóri Play tekur undir orð Birgis og segir Washington hennar uppáhaldsborg í Bandaríkjunum. „Þar höfum við hina fullkomnu blöndu af „alvöru“ borg en í viðráðanlegri stærð. Hún hentar vel í helgarferðir, matarferðir, leikhúsferðir, verslunarferðir, barnaferðir, fjölskylduferðir, sem upphafsstaður góðs road trips og svo framvegis og framvegis,“ segir Nadine. „Saga Washingtonborgar sem höfuðborg Bandaríkjanna gerir hana svo enn fremur að einhverjum áhugaverðasta áfangastað í Bandaríkjunum,“ bætir hún við og bendir á að borgin liggi á milli norður- og suðurríkjanna og sé því að mörgu leiti á milli tveggja menningarheima. „Á tímum þrælahalds í Bandaríkjunum var borgin til að mynda fyrsti frjálsi áfangastaður þeirra sem flúðu harðræðið í Suðurríkjunum, og ber borgin þess merki í dag, til dæmis með öflugum Jazz og Blues rótum,“ segir hún að lokum.

Miðað við óformlega leit blaðamanns að flugum til Washington Dulles International á heimasíðu flugfélagsins, má sjá að hægt er að bóka flug þangað fyrir um 31 þúsund krónur báðar leiðir, án farangursheimildar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Lögmenn gagnrýna að „fyrirtæki úti í bæ“ rannsaki umferðarslys

Lögmenn gagnrýna að „fyrirtæki úti í bæ“ rannsaki umferðarslys
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“
Fréttir
Í gær

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“
Fréttir
Í gær

Mogginn skýtur föstum skotum á Ingu Sæland: „Svik eru ekki svik, heldur eitthvað allt annað“

Mogginn skýtur föstum skotum á Ingu Sæland: „Svik eru ekki svik, heldur eitthvað allt annað“