Rapparinn Stormzy mætti óvænt í beina útsendingu hjá Sky Sports eftir leik Manchester United og Liverpool í gær.
Stormzy er stuðningsmaður United og var eðlilega glaður eftir leik gærdagsins, sem hans menn unnu 2-1.
Jadon Sancho kom United yfir á 16. mínútu leiksins eftir vandræðagang James Milner og Virgil van Dijk í vörn Liverpool. Staðan í hálfleik var 1-0.
Marcus Rashford tvöfaldaði forskot heimamanna á 53. mínútu. Útlitið orðið afar gott fyrir Rauðu djöflanna.
Mohamed Salah minnkaði muninn fyrir Liverpool þegar um tíu mínútur lifðu venjulegs leiktíma. Nær komust gestirnir þó ekki.
Hér fyrir neðan má sjá þegar Stormzy mætti óvænt í útsendingu Sky Sports. „Ég hélt að þetta væri fótboltaþáttur,“ sagði Roy Keane léttur þegar Stormzy mætti á svæðið.
Stormzy 🤝 #MNF
Not the person you expected to see giving post-match analysis tonight 🤣 pic.twitter.com/UzTJ6S38pK
— Football Daily (@footballdaily) August 22, 2022