fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Fréttir

Missti eiginkonu sína og þurfti að rífa niður allar minningarnar þeirra í Bláskógarbyggð – „Allra mesta mannvonska sem ég hef orðið vitni að“

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 22. ágúst 2022 21:36

Myndir/Steinunn Skúladóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mannvonska í boði Bláskógabyggðar með Ástu Stefánsdóttur sveitarstjóra í forsvari.“

Þetta segir Steinunn Skúladóttir í upphafi færslu sem hún birti á Facebook-síðu sinni í dag en hún gaf DV góðfúslegt leyfi til að fjalla um færsluna. Í henni rekur Steinunn hvernig sú ákvörðun um að loka hjólhýsasvæðinu í Bláskógabyggð hefur haft áhrif á móður hennar, Ingu Björk, og stjúpfaðir hennar, Jón Þór. Inga og Jón hafa verið með hjólhýsi á svæðinu síðastliðin 20 ár og hafa verið dugleg við að byggja upp aðstöðu í kringum hjólhýsið sem er að sögn Steinunnar falleg og notaleg.

„Börnin þeirra og barnabörn eiga dásamlegar minningar frá sumrunum þarna með ömmu, afa og okkur foreldrunum.“

Fyrir einu og hálfu ári síðan greindist Inga Björk með illvígt heilaæxli og varð það strax ljóst að hún ætti ekki mikinn líftíma eftir. „Nokkrum mánuðum áður er þeim sagt upp leigunni á hjólhýsastæðinu og fara strax af stað viðræður á milli leigutaka hjólhýsasvæðisins og Bláskógabyggðar varðandi að vinna að lausn þannig að hjólhýsasvæðið fái að vera starfrækt áfram og skiljanlega er fólk áfram á svæðinu á meðan samningaviðræður standa yfir,“ segir Steinunn í færslunni.

Í júlí á þessu ári var svo tekin sú ákvörðun um að loka hjólhýsasvæðinu., í sama mánuði dó móðir Steinunnar. 22 júlí 2022 deyr mamma ekki nema 56 ára eftir mjög erfið veikindi sem hafa tekið ofsalega á fjölskylduna og sér í lagi manninn hennar sem hugsaði um hana mjög veika fram undir það síðasta. Hún er svo jörðuð 2. ágúst,“ segir Steinunn.

„Af skiljanlegum ástæðum hefur stjúpi minn ekki farið austur í sumar til að taka allt niður þar sem bæði allur hans tími fór í að hugsa um mömmu og hann var einnig að vona að hann gæti fengið að hafa hjólhýsið þarna áfram þar sem þetta var uppáhaldsstaðurinn hennar sem var henni svo kær. Eftir jarðarförina þá hefur hann verið langt niðri og ekki treyst sér til að fara austur án mömmu. Þann 18. ágúst fær hann svo ábyrgðarbréf frá Bláskógabyggð. Mamma var skráð fyrir hjólhýsinu og fær stjúpi minn fyrirmæli um að koma hjólhýsinu og pallinum og öllu af lóðinni ÞEGAR Í STAÐ! Að öðru leyti yrði leigutaki (mamma) borinn út og gerð krafa í dánarbúið hennar fyrir þeim kostnaði sem af hlýst.“

„Þetta er sú allra mesta mannvonska sem ég hef orðið vitni að“

Síðastliðinn föstudag fór því stjúpfaðir Steinunnar austur og byrjaði að rífa allt niður. „Allt sem mömmu var kærast. Allt líf sem þau voru í sameiningu búin að byggja þarna upp í 20 ár, tveimur vikum eftir jarðarförina hennar,“ segir Steinunn.

„Hann hringir svo í mig bugaður á laugardaginn og segist ekki geta gert þetta einn því þetta sé svo erfitt. Sonur minn fer þá rakleiðis austur og fer að hjálpa afa sínum að brjóta niður allt sem ömmu hans var kærast og allar minningar sem hann hefur átt þarna með ömmu sinni. Hann er 20 ára og hefur komið þarna á hverju einasta sumri frá því hann var smábarn. Hann er svo með afa sínum yfir nótt og heldur áfram á sunnudeginum að rífa niður og þá kemur systir mín og hennar maður og hjálpa til við að rífa allt niður þannig að nú er lítið eftir. Nema að gefa hjólhýsið því það eru brunaútsölur á hjólhýsum þessa dagana í boði Bláskógabyggðar!“

Í gærkvöldi kom stjúpfaðir Steinunnar heim til hennar en þá var hann búinn að eyða allri helginni í að rífa niður minningarnar sem hann átti með eiginkonu sinni. Steinunn segir að hann hafi verið bugaður. „Hann átti erfitt þegar hann jarðaði konuna sína til 40 ára en að þurfa að rústa öllu sem henni þótti vænt um það var talsvert erfiðara og ekki hægt að leggja á nokkurn eiginmann eða fjölskyldu sem er nýbúin að ganga í gegnum svona mikinn missi,“ segir hún.

„Það hefði ekki verið neitt mál fyrir Ástu sem skrifar undir þetta bréf að hringja í stjúpa minn og athuga hver staðan sé og kannski finna einhverja sameiginlega lausn í stað þess að reka hann út ÞEGAR Í STAÐ og hóta að hjóla í dánarbú mömmu varðandi kostnað. Það er ekkert mannlegt við þessi vinnubrögð og ekkert nema skepnuskapur og mannvonska. Það eru nokkur hjólhýsi sem hafa frest til áramóta til að fara af lóðinni og hefði ekki verið mikill skaði fyrir bæjarfélagið að veita honum einhvern frest í ljósi aðstæðna.“

Undir lokin sendir Steinunn sveitarstjóranum kaldar kveðjur. „Þetta er sú allra mesta mannvonska sem ég hef orðið vitni að og allt í boði Bláskógabyggðar með Ástu Stefánsdóttur sveitarstjóra í forsvari sem kvittar undir þetta viðbjóðslega bréf,“ segir hún og hvetur fólk svo til að deila færslunni að vild.

Hægt er að sjá færslu Steinunnar hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Lögmenn gagnrýna að „fyrirtæki úti í bæ“ rannsaki umferðarslys

Lögmenn gagnrýna að „fyrirtæki úti í bæ“ rannsaki umferðarslys
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“
Fréttir
Í gær

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“
Fréttir
Í gær

Mogginn skýtur föstum skotum á Ingu Sæland: „Svik eru ekki svik, heldur eitthvað allt annað“

Mogginn skýtur föstum skotum á Ingu Sæland: „Svik eru ekki svik, heldur eitthvað allt annað“