Chris Smalling reyndist hetja Roma í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld er liðið mætti Cremonese í Serie A.
Roma er með fullt hús stiga eftir fyrstu tvær umferðirnar en liðið vann einnig 1-0 sigur í fyrstu umferð.
Smalling skoraði eina mark leiksins fyrir Roma í seinni hálfleik til að tryggja sigurinn.
Juventud mistókt að vinna sitt verkefni gegn Sampdoria en leikið var á heimavelli þess síðarnefnda.
Leiknum lauk með markalausu jafntefli og er Juventus með fjögur stig eftir tvo leiki.
Roma 1 – 0 Cremonese
1-0 Chris Smalling(’65)
Sampdoria 0 – 0 Juventus