Leiknir Reykjavík vann svakalegan sigur á KR í Bestu deild karla í kvöld er liðin áttust við á Domusnovavellinum.
Um var að ræða einn fjörugasta leik sumarsins þar sem Leiknir tryggði sér sigur þegar tvær mínútur voru eftir.
Kjartan Henry Finnbogason og Kristinn Jónsson höfðu stuttu áður skorað tvö mörk fyrir KR til að koma leiknum í 3-3 en Leiknir var með 3-1 forystu lengi vel.
Zean Dalugge skoraði svo fyrir Leikni stuttu eftir þriðja mark KR til að tryggja ótrúlegan 4-3 sigur og dýrmæt þrjú stig í fallbaráttunni.
Það hlaut þó að koma að því en FH vann leik í Bestu deildinni er liðið mætti Keflavík á heimavelli í kvöld.
Keflavík spilaði manni færri alveg frá 6. mínútu en Kiam Williams fékk þá að líta beint rautt spjald.
FH hafði að lokum betur 3-0 þar sem Úlfur Ágúst Björnsson skoraði tvennu fyrir liðið.
Leiknir R. 4 – 3 KR
1-0 Daði Bærings Halldórsson(’11)
1-1 Bjarki Aðalsteinsson(’41, sjálfsmark)
2-1 Arnór Sveinn Aðalsteinsson(’45, sjálfsmark)
3-1 Emil Berger(’66)
3-2 Kjartan Henry Finnbogason(’81, víti)
3-3 Kristinn Jónsson(’83)
4-3 Zean Dalugge(’88)
FH 3 – 0 Keflavík
1-0 Ólafur Guðmundsson(’24)
2-0 Úlfur Ágúst Björnsson(’33)
3-0 Úlfur Ágúst Björnsson(’56)