Ansi skondið atvik átti sér stað fyrir leik Manchester United og Liverpool í ensku deildinni í kvöld.
Cristiano Ronaldo er leikmaður Man Utd og byrjaði þennan stórleik á bekknum að þessu sinni.
Fyrir leik heilsaði Ronaldo fyrrum liðsfélögum sínum Gary Neville og Roy Keane sem léku með honum hjá félaginu á sínum tíma.
Ronaldo hafði þó engan áhuga á að heilsa Jamie Carragher, samstarfsmanni þeirra, sem lék með Liverpool á sömu árum.
Ansi kaldar kveðjur frá Ronaldo eins og má sjá hér.
Carra 🗣 „Totally blanked!“
Dave 🗣 „Just like most people do.“ @Carra23 gets blanked by Ronaldo and @DavidJonesSky kicks him whilst he’s down 😭 pic.twitter.com/b2tGH1vHhx
— Football Daily (@footballdaily) August 22, 2022