Manchester United hefur staðfest komu miðjumannsins Casemiro frá Real Madrid.
Man Utd er því loksins komið með miðjumann í sínar raðir eftir að hafa lengi reynt við Frenkie de Jong hjá Barcelona í sumar.
Casemiro kostar Man Utd allt að 70 milljónir punda og skrifar undir fjögurra ára samning með möguleika á eins árs framlengingu.
Um er að ræða gríðarlega reynslumikinn leikmann sem er þrítugur að aldri og lék stórt hlutverk með Real.