fbpx
Sunnudagur 02.febrúar 2025
Fréttir

Vill aðgerðir í kjölfar skotárásarinnar á Blönduósi – „Ef ekki núna, þá hvenær?“

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 22. ágúst 2022 17:21

mynd/aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi yfirlögregluþjónn á Norðurlandi vestra, var til viðtals á Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag vegna skotárásinnar sem átti sér stað á Blönduósi um helgina. 

„Þetta náttúrulega er bara ótrúlegt og maður trúði þessu ekki þegar maður heyrði þessar fréttir fyrst,“ segir Stefán í upphafi viðtalsins og bætir við að hugur hans er hjá íbúum Blönduóss og nærsvæðis. „Ég vil bara nota þetta tækifæri til að votta samúð mína til aðstandenda þeirra einstaklinga sem eiga í hlut. Samfélagið er náttúrulega bara í rúst og miður sín, við erum það öll hér á þessu svæði. Maður einhvern veginn ímyndaði sér aldrei þegar maður var hér í lögreglunni að maður ætti eftir að upplifa svona atburði hér á þessu svæði.“

Þá segir Stefán að það sé löngu orðið tímabært að grípa inn í þá þróun er varðar skotvopn á Íslandi. „Ef þú bara skoðar skýrslur greiningadeildar síðustu ára þá hafa þar komið fram áhyggjur og athugasemdir frá lögreglunni um að það séu svona ákveðin hættumerki, bæði hvað varðar skotvopnaeign – sem er alveg gríðarleg hér á landi og mjög há í samanburði við nágrannaríki okkar, það var verið að áætla að hér gætu verið um 80 þúsund skotvopn ef ég man það rétt,“ segir hann.

„Ég held að því miður sé staðan þannig að við getum sennilega aldrei komið í veg fyrir svona voðaverk, tryggt að þau gerist ekki en við getum farið í aðgerðir og eigum að fara í aðgerðir til að takmarka að svona gerist aftur. Ef ekki núna, þá hvenær? Ég held að nú verði bara að bretta upp ermarnar, þeir hagaðilar sem geta komið að borðinu í þessum málum, og setja þunga í þessi mál. Við verðum að gera eitthvað núna, við eigum engan annan kost í stöðunni.“

Í þættinum ræðir Stefán til að mynda um vopnvæðingu lögreglunnar en hann telur að það hafi verið rétt að auka þjálfunarstig í þeim málum hjá almennum lögregluþjónum. „Sú þróun að þjálfa almenna lögreglumenn og að aðgengi að vopnum sé betra er jákvæð þróun. Við eigum að halda áfram á þeirri vegferð. Vandamálið er að það vantar fleiri skólagengna lögreglumenn út á land. Þú getur ekki sett óskólagengna lögreglumenn í þá stöðu að þurfa að vopnast og fara inn í aðstæður eins og þessar.“

Hægt er að hlusta á viðtalið við Stefán í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósleiðari rofnað í tvígang í Húnavatnssýslum á skömmum tíma – Þungar áhyggjur

Ljósleiðari rofnað í tvígang í Húnavatnssýslum á skömmum tíma – Þungar áhyggjur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kynferðisbrotamaður sleppur með skilorð eftir að móðir og stjúpfaðir brotaþola létu hendur skipta

Kynferðisbrotamaður sleppur með skilorð eftir að móðir og stjúpfaðir brotaþola létu hendur skipta
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að Inga Sæland þurfi að passa sig: „Derringur er sjaldnast af hinu góða“

Segir að Inga Sæland þurfi að passa sig: „Derringur er sjaldnast af hinu góða“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ætla ekki að gera úrbætur á hættulegu hringtorgi þar sem keyrt var á átta ára dreng

Ætla ekki að gera úrbætur á hættulegu hringtorgi þar sem keyrt var á átta ára dreng