Í fréttatilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi eystra kemur fram að rannsókn lögreglunnar miði vel áfram. Til rannsóknar sé meðal annars hvernig andlát skotmannsins bar að en talið er að réttarkrufning muni leiða dánarorsök í ljós.
Eins og fram hefur komið er ekki talið að maðurinn hafi svipt sig lífi heldur hafi sonur hjónanna, sem skotin, voru ráðist á hann á vettvangi glæpsins með þeim afleiðingum að árásarmaðurinn lést.
Líðan þess er varð fyrir skoti og liggur á sjúkrahúsi er eftir atvikum, segir í tilkynningunni, en ljóst sé að áverkar hans eru alvarlegir. Lögreglan mun ekki veita frekari upplýsingar um rannsókn málsins að svo stöddu.