fbpx
Föstudagur 27.desember 2024
433Sport

Emil leggur skóna á hilluna – Tvö hjartastopp á hálfu ári

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 22. ágúst 2022 13:00

Frettablaðið / Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Emil Pálsson hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Hann staðfestir þetta á samfélagsmiðlum.

Emil fór í hjartastopp og hneig niður í leik með norska liðinu Sogndal í upphafi nóvembermánaðar á síðasta ári. Segja má að hann hafi verið dáinn í tæpar fjórar mínútur eftir að hafa hnigið niður en endurlífgunartilraunir báru hins vegar árangur.

Emil byrjaði aftur að æfa knattspyrnu en fór svo aftur í hjartastopp á æfingu með FH í maí. Eftir tvö hjartastopp á sex mánuðum hefur hann ákveðið að láta gott heita í boltanum.

„Fótbolti hefur alltaf verið stærsta ástríðan í lífi mínu og ég er stoltur af ferlinum sem ég er að skilja eftir mig með þessu. Að spila atvinnumennsku eru forréttindi og ég naut hverrar mínútu,“ segir Emil í færslu á Instagram.

„Ég vil sérstaklega þakka liðsfélögum mínum, sem margir eru orðnir nánustu vinir mínir til þessa dags, og þjálfurum og starfsfólki fyrir að hafa trú á mér.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Emil Pálsson (@emilpals)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Gummi Ben setur þessa kröfu eftir dráttinn – „Held við munum ná okkar besta árangri í sögunni“

Gummi Ben setur þessa kröfu eftir dráttinn – „Held við munum ná okkar besta árangri í sögunni“
433Sport
Í gær

Leikmaður United gæti verið lengi frá

Leikmaður United gæti verið lengi frá