Leeds hefur hafnað tilboði frá öðru félagi úr ensku úrvalsdeildinni, Newcastle, í kantmanninn Jack Harrison.
Það er The Athletic sem greinir frá þessu.
Newcastle er sagt hafa boðið yfir 20 milljónir punda í þennan 25 ára gamla leikmann. Leeds hefur hins vegar engan áhuga á að selja.
Harrison hefur spilað alla leiki Leeds það sem af er leiktíð í ensku úrvalsdeildinni og staðið sig vel. Hann hefur skorað eitt mark og lagt upp þrjú.
Félagaskiptaglugganum verður skellt í lás um mánaðarmótin. Það er nóg til af peningum hjá Newcastle eftir að nýir eigendur keyptu félagið í lok síðasta árs. Það má því búast við sig að liðið styrkji sig frekar.
Newcastle fer nokkuð vel af stað í ensku úrvalsdeildinni og er með fimm stig eftir þrjá leiki. Liðið gerði 3-3 jafntefli við Englandsmeistara Manchester City í gær í stórskemmtilegum leik.