Ryan Reynolds, leikari og eigandi velska félagsins Wrexham (spilar í enska deildarkerfinu) hrósaði indverskum veitingastað í enskum smábæ í hástert um helgina.
Reynolds er staddur á Bretlandi þessa stundina. Heimildaþættir um kaup hans og Rob McElhenney á Wrexham kemur út á miðvikudag.
Skömmu frá Wrexham er smábærinn Ellesmere Port í Chester. Þar fékk Reynolds sér að borða á staðnum Light of India. Var hann ansi hrifinn.
Reynolds deildi matseðli staðarins með 44,8 milljónum fylgjenda sínum á Instagram og skrifaði: „Besti indverski matur í Evrópu.“ Ljóst er að um afar góða auglýsingu er að ræða fyrir staðinn.
Wrexham spilar í ensku E-deildinni, efsta stigi ensku utandeildanna. Liðið er þar í fimmta sæti með sjö stig eftir fjóra leiki.