Valur 3 – 0 Shelbourne
1-0 Cyera Hintzen(’20)
2-0 Sólveig Jóhannesdóttir Larsen(’44)
3-0 Elísa Viðarsdóttir(’46)
Valur er komið í umspil um að tryggja sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar eftir leik við Shelbourne frá Írlandi í dag.
Shelbourne átti ekki möguleika gegn Valskonum í Slóveníu og lauk leiknum með 3-0 sigri.
Þær Cyera Hintzen, Sólveig Jóhannesdóttir Larsen og Elísa Viðarsdóttir komust á blað fyrir Val í sigrinum.
Nú mun Valur spila við gott lið í tveggja leikja einvígi um að tryggja sæti í riðlakeppninni.
Valur gæti mætt stórliðum í þessari viðureign en andstæðingurinn kemur í ljós á næstu dögum.