Newcastle 3 – 3 Man City
0-1 Ilkay Gündogan (‘5)
1-1 Miguel Almiron (’28)
2-1 Callum Wilson (’39)
3-1 Kieran Trippier (’54)
3-2 Erling Haaland (’61)
3-3 Bernardo Silva (’64)
Manchester City tókst ekki að vinna Newcastle í dag er leikið var á St. James’ Park í þriðju umferð.
Leikurinn var gríðarlega fjörugur en Newcastle ætlaði sér þrjú stig í dag og var í góðri stöðu með fína forystu í seinni hálfleik.
Kieran Trippier skoraði þriðja mark Newcastle á 54. mínútu og kom liðinu í 3-1 en það hafði gerst eftir að Ilkay Gundogan kom Man City yfir.
Miguel Almiron og Callum Wilson skoruðu fyrir heimaliðið í kjölfarið fyrir mark Trippier og útlitið ansi bjart.
Þeir Erling Haaland og Bernardo Silva sáu þó um að tryggja gestunum stig en þeir skoruðu með stuttu millibili ekki löngu eftir mark Trippier.
Þetta voru fyrstu töpuðu stig Man City þetta sumarið en liðið er í öðru sætinu með sjö stig, tveimur stigum á eftir Arsenal.