fbpx
Fimmtudagur 27.febrúar 2025
433Sport

Enska úrvalsdeildin: Man City fékk stig gegn Newcastle í svakalegum leik

Victor Pálsson
Sunnudaginn 21. ágúst 2022 17:31

Haaland fagnar marki.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Newcastle 3 – 3 Man City
0-1 Ilkay Gündogan (‘5)
1-1 Miguel Almiron (’28)
2-1 Callum Wilson (’39)
3-1 Kieran Trippier (’54)
3-2 Erling Haaland (’61)
3-3 Bernardo Silva (’64)

Manchester City tókst ekki að vinna Newcastle í dag er leikið var á St. James’ Park í þriðju umferð.

Leikurinn var gríðarlega fjörugur en Newcastle ætlaði sér þrjú stig í dag og var í góðri stöðu með fína forystu í seinni hálfleik.

Kieran Trippier skoraði þriðja mark Newcastle á 54. mínútu og kom liðinu í 3-1 en það hafði gerst eftir að Ilkay Gundogan kom Man City yfir.

Miguel Almiron og Callum Wilson skoruðu fyrir heimaliðið í kjölfarið fyrir mark Trippier og útlitið ansi bjart.

Þeir Erling Haaland og Bernardo Silva sáu þó um að tryggja gestunum stig en þeir skoruðu með stuttu millibili ekki löngu eftir mark Trippier.

Þetta voru fyrstu töpuðu stig Man City þetta sumarið en liðið er í öðru sætinu með sjö stig, tveimur stigum á eftir Arsenal.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Tilkynna andlát 19 ára drengs – Naut vinsælda og virðingar meðal allra

Tilkynna andlát 19 ára drengs – Naut vinsælda og virðingar meðal allra
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Lineker leggur til hagstæða lausn á vandamálum Arsenal

Lineker leggur til hagstæða lausn á vandamálum Arsenal
433Sport
Í gær

Tap niðurstaðan hjá Stelpunum okkar í markaleik í Frakklandi

Tap niðurstaðan hjá Stelpunum okkar í markaleik í Frakklandi
433Sport
Í gær

Arteta neitar að gefast upp

Arteta neitar að gefast upp
433Sport
Í gær

Hrafnkell lemstraður eftir magnað innslag úr Garðabænum – „Margt sem ég hef séð í sjónvarpinu virkar ekki í alvöru“

Hrafnkell lemstraður eftir magnað innslag úr Garðabænum – „Margt sem ég hef séð í sjónvarpinu virkar ekki í alvöru“
433Sport
Í gær

Gylfi Þór kominn í treyju Víkings og byrjaður að æfa með liðinu – Myndir

Gylfi Þór kominn í treyju Víkings og byrjaður að æfa með liðinu – Myndir