Davíð Þór Viðarsson, fyrrum fyrirliði FH, hefur skrifað opið bréf til stuðningsmanna félagsins sem birtist í dag.
Davíð er í dag yfirmaður knattspyrnumála FH sem hefur verið sigursælasta félag landsins undanfarna tvo áratugi.
FH hefur óvænt verið í fallbaráttu í allt sumar en þetta er félag sem er vant því að berjast um efstu sætin.
Mikil ólga og örvænting hefur verið í Hafnarfirði eftir gengið í sumar og ákvað Davíð að reyna að ná til fólks með þessu bréfi.
FH situr þessa stundina í tíunda sæti deildarinnar með 11 stig og er einu stigi á undan Leikni Reykjavík sem er í fallsæti.
Staðan er hins vegar sú að Leiknir á leik til góða og getur sent FH í fallsæti ef liðið sigrar leikinn sem það á inni.
Hér má lesa bréf Davíðs.
Opið bréf frá fyrrum leikmanninum og nú yfirmanni knattspyrnumála Davíð Þór Viðarssyni 👐 pic.twitter.com/Jvjk92Jzqu
— FHingar (@fhingar) August 21, 2022