Mirror segir að mistökin hafi átt sér stað þegar „afrita og límt“ möguleikinn var notaður.
Samkvæmt skjölunum þá keypti konan hús 1 til 84 og lóðir A og B. Mörg húsanna höfðu áður verið seld.
Sérfræðingar reikna með að auðvelt verði að leiðrétta þessi mistök en vara samt sem áður við að „einhver kunni að reyna að gera hlutina erfiða“.
Mistökin uppgötvuðust þegar kaupsamningur var sendur til þinglýsingar í Washoe County þann 25. júlí. Cori Burke, sem vinnur við þinglýsingar hjá Washoe County, sagði að svo virðist sem mistökin hafi átt sér stað hjá Westminster Title fyrirtækinu í Las Vegas. Þar hafi starfsmaður „afritað og límt“ texta úr öðru skjali frá sömu fasteignasölu í skjöl konunnar.
Burke sagði að þar sem augljóst hafi verið að um mistök var að ræða hafi strax verið haft samband við Westminster Title til að fyrirtækið gæti leiðrétt mistökin.