Chelsea fékk skell í ensku úrvalsdeildinni í dag er liðið mætti Leeds á útivelli, Elland Road.
Chelsea var taplaust fyrir leikinn gegn Leeds í dag en hafði gert jafntefli við Tottenham og sigrað Everton.
Leeds var í engum vandræðum með þá bláklæddu í dag og hafði betur með þremur mörkum gegn engu.
Kalidou Koulibaly fékk að líta rauða spjaldið hjá Chelsea undir lok leiks sem ýtir undir vandræði liðsins þegar kemur að varnarmönnum.
Brighton vann einnig frábæran sigur á útivelli er liðið heimsótti West Ham.
Alexis Mac Allister og Leandro Trossard gerðu mörk Brighton sem vann 2-0 útisigur í London.
Leeds 3 – 0 Chelsea
1-0 Brenden Aaronson(’33)
2-0 Rodrigo(’37)
3-0 Jack Harrison(’69)
West Ham 0 – 2 Brighton
0-1 Alexis Mac Allister(’22, víti)
0-2 Leandro Trossard(’66)