Um tíu ára langt verkefni er að ræða og mun það kosta margar milljónir dollara að sögn BBC.
Til að þetta verði að veruleika ætla vísindamennirnir að nota stofnfrumur frá lifandi pungdýri með DNA, sem líkist DNA Tasmaníutígursins, og aðferð sem nefnist CRISPR en með henni er hægt að breyta DNA.
En ekki eru allir sérfræðingar spenntir fyrir verkefninu og telja að verkefni af þessu tagi eigi best heima í skáldskap.
En þrátt fyrir metnaðarfulla áætlun þá er ekki tryggt að þetta takist. Til að þetta gangi upp verða nýjar aðferðir innan vísindanna að ganga upp.