fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Pressan

Sérfræðingar vara við – Þess vegna áttu ekki að sitja lengur en 5 mínútur á klósettinu

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 27. ágúst 2022 13:30

Það er ekki hættulegt fyrir augun að glápa á skjáinn löngum stundum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Niðurstöður rannsóknar Topss Tiles sýna að Bretar eru að meðaltali í 3,5 klukkustundir á klósettinu í viku hverri. Meðallengd hverrar ferðar á klósettið er fimm mínútur en hver Breti fer fjórum til sjö sinnum á klósettið, í fimm mínútur í hvert sinn, daglega.

Ef þér finnst fimm mínútur að meðaltali vera mikið þá er það nú svo að heimsóknirnar þurfa ekki alltaf að taka svona langan tíma og þá sérstaklega ekki fyrir karla. LADbible segir að margir séu svona lengi á klósettinu því þeir séu að nota símann á meðan.

En það geta auðvitað verið aðrar ástæður að baki langra klósettferða. Ein er að klósettið er einn fárra staða þar sem fólk fær algjört næði og það er mjög ólíklegt að aðrir spyrji út í lengd klósettferðanna.

Margir hafa þörf fyrir smá ró og næði í amstri dagsins, smá tíma fyrir sjálfa sig, og taka því smá tíma aukalega á klósettinu til að ná því.

En margir sérfræðingar vara við að setið sé á klósettinu í mjög langan tíma. Ástæðan er að það getur aukið líkurnar á að fá gyllinæð.  

Samkvæmt því sem Mayo Clinic segir þá eykur það líkurnar á að fá gyllinæð ef setið er of lengi á klósettinu eða ef fólk rembist of mikið við að reyna að koma því út sem þarf að koma út úr líkamanum.

Líkurnar á að fá gyllinæð aukast eftir því sem fólk eldist og einnig ef fólk stundar ekki neina hreyfingu að ráði. Mataræðið skiptir einnig máli, mikilvægt er að innbyrða nægilega mikið af trefjum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið