Tveir eru látnir og einn særður eftir skotárás á Blönduósi í morgun. Í frétt RÚV kemur fram að ekki sé fáist upplýsingar um líðan þess særða, en sá var fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Skotárásin átti sér stað í heimahúsi á sjötta tímanum í morgun.
Ekki liggur fyrir hversu margir voru handteknir en um var að ræða Íslendinga búsetta á Blönduósi.
Í frétt Vísis staðfestir Birgir Jónasson, lögreglustjóri á Norðurlandi vestra að meintur gerandi hafi fundist látinn á vettvangi,
Von sé á tilkynningu innan tíðar.
Fréttin verður uppfærð.