Fabio Carvalho, leikmaður Liverpool, var ekki hrifinn af nýja dulnefninu sem hann fékk er hann var fenginn til félagsins.
Leikmenn Liverpool líktu Carvalho við söngvarann heimsfræga Bruno Mars en það er mögulega einhver svipur með þeim.
Portúgalinn var hins vegar alls ekki hrifinn af því nafni en söng samt sem áður lag með Bruno Mars er hann eins og nýir leikmenn liðsins þurftu að taka þeirri áskorun til að kynnast hópnum betur.
Carvalho neitar þó að nafnið fái að standa en tók þátt í litlu grínu til ða byrja með.
,,Fyrst þegar ég kom hingað þá var ég kallaður Bruno Mars af félögnum en ég hef nú neitað að samþykkja það,“ sagði Carvalho.
,,Ég ákvað þó að spila aðeins með í brandaranum og söng lagið Lazy Song með Bruno Mars, það gekk ágætlega.“