Sindri er enn á toppnum í 3. deild karla eftir leik við Elliða í 17. umferð sumarsins í kvöld.
Sindri vann Elliða með þremur mörkum gegn einu á útivelli og er með 34 stig á toppnum.
Dalvík/Reynir er í öðru sætinu með jafn mörg stig og Sindri en er með aðeins verri markatölu.
Dalvík/Reynir vann lið KFS sannfærandi í kvöld en lokatölur urðu 5-0.
Víðir vann þá Kormák/Hvöt 3-1 þar sem þrjú spjöld fóru á loft hjá heimaliðinu og fékk þjálfari liðsins þar á meðal reisupassan.
Dalvík/Reynir 5 – 0 KFS
1-0 Borja Lopez Laguna(víti)
2-0 Malakai Pharrelle Taylor McKenzie
3-0 Borja Lopez Laguna
4-0 Halldór Jóhannesson
5-0 Þröstur Mikael Jónasson
Elliði 1 – 3 Sindri
1-0 Kári Sigfússon
1-1 Mate Paponja
1-2 Birkir Snær Ingólfsson
1-3 Ragnar Þór Gunnarsson
Kormákur/Hvöt 1 – 3 Víðir
1-0 Hilmar Þór Kárason(víti)
1-1 Jóhann Þór Arnarsson(víti)
1-2 Andri Fannar Freysson
1-3 Atli Freyr Ottesen Pálsson