Það var nóg um að gera hjá dómurunum í La Liga í kvöld er þrír leikir voru spilaðir í efstu deild á Spáni.
Real Madrid vann góðan 4-1 sigur á Celta Vigo þar sem þrjár vítaspyrnur voru dæmdar.
Karim Benzema skoraði úr fyrra víti Real í leiknum en Eden Hazard fékk að taka það seinna og klikkaði þegar fjórar mínútur voru eftir.
Osasuna vann lið Cadiz 2-0 þar sem bæði mörk heimaliðsins voru einmitt skoruð úr víti.
Vítaspyrnurnar voru einnig í aðalhlutverki í 2-1 sigri Real Betis á Mallorca þar sem Borja Iglesias reyndist hetjan.
Framherjinn skoraði bæði mörk Betis af vítapunktinum til að tryggja þrjú stig.
Celta Vigo 1 – 4 Real Madrid
0-1 Karim Benzema(’14, víti)
1-1 Iago Aspas(’23, víti)
1-2 Luka Modric(’41)
1-3 Vinicius Junior(’56)
1-4 Federico Valverde(’66)
Osasuna 2 – 0 Cadiz
1-0 Chimy Avila(’37, víti)
2-0 Kike(’79, víti)
Mallorca 1 – 2 Betis
0-1 Borja Iglesias(‘9, víti)
1-1 Vedat Muriqi(’56)
1-2 Borja Iglesias(’73, víti)