Mikael Neville Anderson spilaði með liði AGF í Danmörku í dag sem mætti Midtjylland á útivelli.
Mikael mætti þar sínum fyrrum félögum í Midtjylland og átti góða innkomu í 2-0 útisigri.
Vængmaðurinn skoraði annað mark liðsins undir lok leiks. Elías Rafn Ólafsson varði mark Midtjylland í tapinu.
Í Grikklandi komst Viðar Örn Kjartansson á blað fyrir Atromitos en liðið mætti OFI Crete í fyrstu umferð.
Viðar kom inná sem varamaður á 58. mínútu og var ekki lengi að skora sitt fyrsta mark í 3-1 sigri.
Guðmundur Þórarinsson leikur með OFI Crete en hann kom inná sem varamaður þegar 20 mínútur voru eftir.
Sverrir Ingi Ingason og félagar í PAOK byrja á 1-0 sigri gegn Panetolikos og spilaði Sverrir allan leikinn í hjarta varnarinnar.
Í ensku C-deildinni spilaði Jón Daði Böðvarsson um hálftíma er Bolton tapaði 2-0 gegn Sheffield Wednsday.
Alfons Sampsted lék þá í óvæntu 2-2 jafntefli Bodo/Glimt og HamKam í norsku úrvalsdeildinni en liðið er fjórum stigum á eftir toppliði Molde.