Mikel Arteta, stjóri Arsenal, segir að liðið sé ekki hætt að reyna að styrkja sig á markaðnum.
Arsenal hefur fengið mikla styrkingu í sumarglugganum og ber helst að nefna Gabriel Jesus sem kom frá Manchester City.
Arsenal hefur byrjað frábærlega í deildinni í sumar og er á toppnum eftir þrjár umferðir með fullt hús stiga.
Arsenal mætti Bournemouth í dag og vann sannfærandi 3-0 útisigur.
,,Við munum reyna alveg þar til glugginn lokar. Glugginn er þó snúinn eins og er,“ sagði Arteta.
,,Við værum til í að gera eitthvað meira en við þurfum að sjá hvað er í boði.“