Inter Milan á Ítalíu hefur ákveðið að hætta við að selja varnarmanninn Milan Skriniar í sumar.
Skriniar var lengi á óskalista franska stórliðsins Paris Saint-Germain sem bauð síðast 50 milljónir evra í leikmanninn.
Fabrizio Romano greinir nú frá því að forseti Inter sé hættur við að reyna að selja Skriniar og verður hann áfram í vetur.
PSG og Chelsea voru orðuð við leikmanninn og var Manchester United þá nefnt til sögunnará tímapunkti.
Skriniar verður samningslaus á næsta ári og er ansi líklegt að hann skrifi undir framlengingu fyrir næsta sumar.
Um er að ræða 27 ára gamlan miðvörð sem hefur ekki beðið um sölu og sættir sig við eigin stöðu á San Siro.