Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, er óvænt orðaður við Chelsea í ensku miðlum þessa helgina.
Maguire er ekki vinsæll á meðal allra í Manchester en hann er dýrasti varnarmaður sögunnar eftir að hafa komið frá Leicester árið 2019.
Chelsea er að reyna að fá Wesley Fofana frá Leicester en hingað til hefur það ekki gengið hjá Lundúnarliðinu.
The Daily Mail segir að Chelsea skoði þann möguleika á að fá Maguire og gæti skipt á honum og vængmanninum Christian Pulisic.
Pulisic virðist ekki vera fyrsti maður á blað hjá Thomas Tuchel og gæti Chelsea skoðað þann möguleika að selja í sumar.
Maguire er fyrirliðinn á Old Trafford en átti alls ekki gott tímabil á síðustu leiktíð í hjarta varnarinnar.