Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, verður á hliðarlínunni á morgun gegn Leeds United þrátt fyrir bann frá enska knattspyrnusambandinu.
Tuchel hefur verið dæmdur í eins leiks bann eftir ófagmannlega hegðun gegn Tottenham um síðustu helgi.
Bannið verður þó ekki tekið fyrir um helgina og verður Þjóðverjinn á sínum stað á Elland Road.
Tuchel var dæmdur í eins leiks bann og þarf þá einnig að borga 35 þúsund pund í sekt vegna hegðun sinnar.
Bæði Tuchel og Antonio Conte fengu rautt spjald í þessum leik en sá síðarnefndi var aðeins sektaður um 15 þúsund evrur og á ekki von á banni.