Tottenham 1 – 0 Wolves
1-0 Harry Kane(’64)
Það var enginn markaleikur í boði í London í dag er Tottenham tók á móti Wolves í ensku úrvalsdeildinni.
Um var að ræða fyrsta leik dagsins í enska boltanum en fleiri leikir hefjast klukkan 14:00 og síðar 16:30.
Harry Kane reyndist hetja Tottenham í leiknum í dag og skoraði eina markið fyrir heimamenn á 64. mínútu.
Tottenham vann leikinn alls ekki sannfærandi en Wolves átti 20 marktilraunir í viðureigninni gegn 11 hjá heimamönnum.
Tottenham er komið á topp deildarinnar í bili með sjö stig og er taplaust eftir þrjá leiki.