Wesley Fofana er ekki til sölu í sumar og ætti Chelsea að leita annað í leit sinni að miðverði.
Þetta segir Brendan Rodgers, stjóri Leicester, en Fofana er leikmaður liðsins og er ekki á sölulista.
Chelsea hefur boðið nokkrum sinnum í þennan 21 árs gamla leikmann en Leicester hefur ekki viljað selja.
Rodgers hefur nú loksins tjáð sig um stöðu leikmannsins og segir að hann verði áfram nema eitthvað mikið breytist.
,,Staðan er sú að hann er svo sannarlega leikmaður Leicester,“ sagði Rodgers á blaðamannafundi.
,,Hann er ekki til sölu. Nema eitthvað mikið breytist þá býst ég við að hann verði hér áfram.“