Wesley Fofana er ekki ánægður í herbúðum Leicester City og vill komast burt og til Chelsea að sögn blaðamannsins Ben Jacobs sem vinnur fyrir CBS.
Fofana er sterklega orðaður við Chelsea þessa dagana en Leicester hefur enn ekki tekið tilboði enska stórliðsins.
Fofana spilaði í 4-2 tapi gegn Arsenal á sunnudag og sást þar klappa fyrir stuðningsmönnum liðsins áður en hann gekk inn í klefa.
Jacobs segir að Fofana hafi ekki verið að kveðja með þessari framkomu heldur að hann sé óánægður hjá félaginu og vildi yfirgefa völlinn sem fyrst.pð
,,Fofana reyndi að fara beint í leikmannagöngin sem segir þér ekki endilega að hann hafi verið að kveðja stuðningsmenn heldur er hann pirraður,“ sagði Jacobs.
,,Hann er ekki ánægður og það ýtir undir það að hann vill ekki vera hjá þessu knattspyrnufélagi.“