Sadio Mane er gríðarlega vinsæll í Liverpool en hann yfirgaf enska stórliðið fyrir Þýskaland í sumar.
Eftir farsæl ár á Anfield ákvað Mane að breyta til og samþykkti að ganga í raðir Bayern Munchen.
Hann sá þó til þess að kveðja alla sem vinna fyrir enska félagið sama hvaða hlutverki það gegnir bakvið tjöldin.
Enskir miðlar segja frá því að allt starfsfólk Liverpool hafi fengið kassa af súkkulaði frá Mane sem og fallegt kveðjubréf eftir brottförina.
Þar þakkaði Mane fyrir vel unnin störf í mörg ár en hann er mjög auðmjúk persóna og var þakklátur tækifærinu að spila fyrir Liverpool í svo langan tíma.
,,Takk fyrir allan stuðninginn. Þið gangið aldrei ein. Sadio Mane,“ stóð á meðal annars í bréfinu.
Mane vildi einfaldlega fá nýja áskorun á ferlinum og hefur byrjað nokkuð vel með sínu nýja félagi.